Gagnanotkun í YouTube fyrir Evrópska efnahagssvæðið (EES)
Vegna laga um stafræna markaði (Digital Markets Act, DMA) sem taka gildi í mars 2024 þá hefur þú nýja valmöguleika varðandi það hvernig YouTube-gögnum frá þér kann að vera deilt á milli Google-þjónusta ef þú ert með búsetu innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Eins og er kann persónuupplýsingum sem snúa að notkun þinni á YouTube að vera deilt á milli Google-þjónusta í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarstefnu okkar. Það veltur á fyrri ákvörðunum sem þú hefur tekið um þínar persónuverndarstillingar.
Frá mars 2024 þarf Google samþykki þitt til að tengja YouTube við aðrar Google-þjónustur ef þú vilt að þær haldi áfram að deila gögnum sín á milli eins og þær gera núna. Til dæmis kunna tengdar Google-þjónustur að vinna saman til að gefa þér sérsniðið efni og auglýsingar sem eiga betur við þig, byggt á stillingunum þínum.
Gögnin sem eru notuð
Gögnin sem við söfnum þegar þú notar YouTube gætu verið:
- YouTube-vídeó sem þú horfir á
- Efni sem þú býrð til eða hleður upp, eins og vídeó eða ummæli sem þú skrifar við YouTube-vídeó
- Áhorf þitt og notkun á efni
- Hugtök sem þú leitar að
- Tengdar upplýsingar um notkun þína á efni á YouTube, þar á meðal einkvæm auðkenni, gerð og stillingar vafra, gerð og stillingar tækis og stýrikerfi
- IP-tala, dagsetning, tími og tilvísunarvefslóð beiðni þinnar
- Staðsetningargögn byggð á GPS og öðrum skynjaragögnum frá eða nærri tækinu þínu, IP-tölunni þinni og virkni á Google-þjónustum
- Aðrar gerðir upplýsinga sem lýst er í persónuverndarstefnu okkar
Notkun þessara gagna
Google notar gögn sem er deilt á milli tengdra þjónusta í þeim tilgangi sem lýst er í persónuverndarstefnu okkar, til dæmis til að:
- Veita sérsniðna þjónustu, þar á meðal efni og auglýsingar, í samræmi við persónuverndarstillingarnar þínar
- Viðhalda eða bæta þjónustur okkar fyrir alla
- Öðlast betri skilning á því hvernig fólk notar þjónustur okkar til að tryggja og bæta frammistöðu þjónustanna
- Í öðrum tilgangi eins og lýst er í persónuverndarstefnu okkar
Notkun persónuupplýsinga frá auglýsingasamstarfsaðilum okkar
Þegar þú notar auglýsingasamstarfsaðila okkar — vefsvæði, forrit og þjónustur sem nota auglýsingaverkfæri Google — þá getur verið að þú deilir persónuupplýsingum með slíkum fyrirtækjum og auglýsendum eða fyrirtækjum sem vinna fyrir þeirra hönd. Auglýsingasamstarfsaðilar okkar kunna að deila þessum gögnum með Google-þjónustum í auglýsingatilgangi í samræmi við reglur um samþykki notenda í Evrópusambandinu. Sjá persónuverndarstefnu okkar fyrir þær gerðir gagna sem auglýsingaþjónustur Google nota.
Ef þú ert með búsetu innan EES verða auglýsingasamstarfsaðilar okkar að hafa samþykki þitt til að deila persónuupplýsingum þínum með Google fyrir sérsniðnar auglýsingar og tilvik þar sem fótspor eða staðbundin geymsla er notuð. Auglýsendur mega nota samþykkisborða til að fá leyfi frá þér fyrir notkun á persónuupplýsingum þegar þú ert inni á vefsvæðum þeirra eða forritum en geta einnig fengið samþykki þitt með öðrum hætti, til dæmis með nýskráningu í tölvupósti.
Að auki geta auglýsendur valið tilteknar Google-þjónustur sem geta tekið á móti þeim persónuupplýsingum sem þú samþykkir að deila með Google í auglýsingatilgangi. Þegar valdar Google-þjónustur eru búnar að safna og vinna úr gögnum frá auglýsendum gilda viðkomandi þjónustustillingar Google.